Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola kallar eftir breytingum - „Annars munu þeir deyja“
Mynd: Getty Images
Rodri spilaði langt tímabil með Manchester City og alla leiki Spánverja á Evrópumótinu
Rodri spilaði langt tímabil með Manchester City og alla leiki Spánverja á Evrópumótinu
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City á Englandi, heldur áfram að kalla eftir því að FIFA og UEFA fari að koma til móts við félög og leikmenn, en hann hefur lengi talað gegn þungri leikjadagskrá.

Margir þjálfarar og stjórar hafa kvartað yfir leikjaálaginu síðustu ár.

Tímabilið 2020-2021 spilaði spænski miðjumaðurinn Pedro 73 leiki á einu ári, þá aðeins 17 ára gamall.

Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni fá lítið frí og eina sem FIFA og UEFA gerir er að bæta við leikjum.

Erling Braut Haaland, sóknarmaður Manchester City, sagði á dögunum að það væri erfitt að vera alltaf upp á sitt besta þegar leikmenn spila 70 leiki, en Guardiola vill breytingar þó hann sé ósannfærður um að einhver muni hlusta á hann.

„Við munum mæta svolítið seint inn í tímabilið, ekki bara gegn Manchester United í Samfélagsskildinum, heldur líka gegn Chelsea og Ipswich. Við verðum seinir, þannig þetta snýst um að tapa ekki of mörgum stigum og reyna að vera samkeppnishæfir. Við erum án leikmanna því þeir þurfa hvíldina.“

„Ef stóru stjórarnir og allar þessar stofnanir eins og FIFA, UEFA og enska úrvalsdeildin hugsa ekki um leikmennina þá þurfa stjórarnir að gera það, annars munu leikmennirnir deyja. Þetta er of mikð og þess vegna þurfa þeir þrjár vikur eða mánuð í hvíld.“

„Það er engin lausn og hún mun ekki finnast því það er enginn vilji til þess að finna hana. Félögin verða að ferðast til þess að sýna vörumerkið okkar um allan heim og leyfa öðrum heimsálfum og stöðum að sjá leikmennina. Við verðum að aðlagast.“

„Við hefðum viljað fá almennilegan undirbúning en það er ómögulegt því landsliðin verðskulda að spila. FIFA, UEFA og aðrar stofnanir vilja vernda vöruna sína og búa til leiki. Við erum með góðan hóp þegar allir koma til baka, en núna erum við með 3-4 áhugaverða unga leikmenn til taks, svona ef við skyldum þurfa á þeim að halda. Við höfum náð góðum árangri með sömu dagskrá og hefur verið á þessu ári og munum við halda því áfram,“
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner