Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Hafnaði tilboði frá Sádi-Arabíu - Vill sanna sig hjá Barcelona
Mynd: EPA
Vitor Roque, sóknarmaður Barcelona, hafnaði tilboði sádi-arabíska félagsins Al-Hilal á dögunum, en hann vill sanna sig hjá Börsungum.

Umboðsmaður Roque og leikmaðurinn sjálfur gerðu mikið veður yfir spiltíma hans á síðustu leiktíð.

Brasilíumaðurinn kom til Barcelona um áramótin. Hann lék alls sextán leiki og skoraði tvö mörk, en byrjaði þó aðeins tvo leiki.

Leikmaðurinn kvartaði mikið yfir því að hann fengi ekki að spila nóg og tók umboðsmaður hans undir það. Var jafnvel talað um að koma honum frá félaginu í sumarglugganum.

Sport sagði á dögunum að Barcelona væri tilbúið að selja hann fyrir 40 milljónir evra en Roque neitar að fara.

Hann hafnaði veglegu samningstilboði Al-Hilal fyrir nokkrum dögum og er staðráðinn í að sanna sig hjá Börsungum, þó félagið sé að reyna að fá þá Dani Olmo og Nico Williams.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner