Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kanada áfrýjar stigafrádrættinum
Sex stig voru tekin af Kanada.
Sex stig voru tekin af Kanada.
Mynd: Getty Images
Kvennalið Kanada hefur ákveðið að áfrýja eftir að sex stig voru tekin af liðinu á Ólympíuleikunum fyrir njósnir.

Þrír aðilar úr þjálfarateymi Kanada brutu lög á leikunum er þeir aðilar sendu dróna yfir æfingu Nýja-Sjálands, með þeim tilgangi að komast að uppleggi liðsins.

Beverly Priestman, þjálfari liðsins, steig í kjölfarið til hliðar fyrir leikinn sem Kanada vann, 2-1. Hún var síðan dæmd í eins árs bann af FIFA og sex stig voru dregin af Kanada.

Kanada hefur núna áfrýjað stigafrádrættinum en ekki bönnunum sem starfsmenn sambandsins fengu.

Kanadíska liðið vonast til að þurrka stigafrádráttinn út eða þá að minnka hann.

Kanada hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á leikunum en eru án stiga eftir að stigin voru tekin af þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner