Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Kimmich til PSG?
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain er í viðræðum við Bayern München um þýska landsliðsmanninn Joshua Kimmich. Þetta kemur fram í Footmercato í dag.

Franska félagið mun á næstu dögum tilkynna kaupin á Joao Neves frá Benfica en PSG ætlar að bæta við sig öðrum heimsklassa miðjumanni í sumarglugganum.

Foot Mercato segir að PSG hafi opnað viðræður við Bayern um Kimmich.

PSG fékk að vita kaupverðið og launakröfur Kimmich, en kröfur Bayern og leikmannsins eru vel innan þess ramma sem félagið er reiðubúið að greiða.

Kimmich er 29 ára gamall og hefur áður sagt að hann væri til í að spila utan Þýskalands.

Samningur hans rennur út á næsta ári og eru taldar miklar líkur á því að hann yfirgefi Bayern í sumar.
Athugasemdir
banner
banner