Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leicester undirbýr tilboð í miðjumann Celtic
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester er að undirbúa tilboð í japanska miðjumanninn Reo Hatate en hann er á mála hjá Celtic í Skotlandi.

Steve Cooper, stjóri Leicester, vill ólmur styrkja hópinn á næstu vikum og er Hatate sagður mjög ofarlega á lista hjá félaginu.

Hatate er 26 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem er samningsbundinn Celtic til 2028.

Á dögunum hafnaði Celtic tilboði frá rússneska félaginu Zenit, en samkvæmt Daily Mail er Leicester tilbúið að leggja fram gylliboð í leikmanninn.

Celtic mun líklega missa Matt O'Riley í glugganum en Atalanta hefur verið í viðræðum við skoska félagið. Celtic hefur hafnað þremur tilboðum frá Atalanta til þessa.

Ef O'Riley verður seldur er talið ólíklegt að Celtic leyfi Hatate að fara frá félaginu í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner