Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool hafnaði tilboði í Van den Berg
Sepp van den Berg.
Sepp van den Berg.
Mynd: EPA
Liverpool hafnaði á dögunum tilboði frá PSV Eindhoven í miðvörðinn Sepp van den Berg.

Tilboðið hljóðaði var upp á 10 milljónir evra, þar í kring.

Van den Berg er 22 ára gamall hollenskur miðvörður sem var á láni hjá Mainz í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði þar 35 keppnisleiki og skoraði þrjú mörk.

Þar áður var hann á láni hjá Schalke í Þýskalandi og Preston í Championship á Englandi.

Van den Berg kom til Liverpool frá PEC Zwolle fyrir allt að 4,4 milljónir punda sumarið 2019.

Það er talið að Liverpool vilji fá 20 milljónir punda fyrir Van den Berg í sumar en leikmaðurinn sjálfur hefur talað um það að sá verðmiði sé frekar hár. „Kannski verð ég áfram, kannski fer ég. Fyrstu viðbrögð mín eru sú að þetta er frekar hár verðmiði. Það er hrós, en gerir þetta líka erfitt," sagði Van den Berg nýverið.
Athugasemdir
banner
banner