Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Man City ekki fengið tilboð í De Bruyne - „Vona að hann verði áfram hjá okkur“
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur ekki fengið tilboð í belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne en þetta staðfesti Pep Guardiola, stjóri félagsins, í dag.

Mikil umræða hefur verið um framtíð De Bruyne en hann hefur verið sterklega orðaður við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

De Bruyne hefur sjálfur talað um að hann væri til í að prófa eitthvað nýtt og að það væri erfitt að hafna því að fara til Sádi-Arabíu ef hann fengi veglegt tilboð.

Þrátt fyrir alla umræðuna hefur Man City ekki enn fengið tilboð í De Bruyne.

„Ég hef ekki talað við hann, en félagið tjáði mér það að það hefðu engin tilboð borist í hann. Ég veit ekki hvað mun gerast en ég vona að hann verði áfram. Þetta er undir Kevin komið en akkúrat núna er mér sagt að hann verði áfram,“ sagði Guardiola.

De Bruyne er 33 ára gamall og unnið allt sem hægt er að vinna með Man City og rúmlega það.
Athugasemdir
banner
banner
banner