Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 11:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögulega leikið í Bestu deildinni um verslunarmannahelgina
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Möguleiki er á því að leikið verði í Bestu deild karla um verslunarmannahelgina. Allt að fjórir leikir verða í deildinni þá stóru helgi.

Það veltur á því hvort einhver íslensk lið fari áfram í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Það ræðst í þessari viku.

Ef einhver lið fara áfram, þá munu þau leika í Bestu deildinni um verslunarmannahelgina - þá líklega annað hvort á sunnudag eða mánudag. Fólk nýtir oftast verslunarmannahelgina til að ferðast og skemmta sér en leikmenn þessara liða þurfa líklega einhverjir að breyta plönum sínum ef þeir fara áfram í Evrópukeppni.

Leikir liðanna fjögurra eru núna settir á þriðjudaginn 6. ágúst en þeir verða færðir ef liðin komast áfram.

þriðjudagur 6. ágúst
19:15 KA-Valur (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-Stjarnan (Lambhagavöllurinn)
19:15 Breiðablik-Fylkir (Kópavogsvöllur)
19:15 FH-Víkingur R. (Kaplakrikavöllur)

Staðan í Sambandsdeildinni eftir fyrri leikina:
Valur 0 - 0 St Mirren (Skotland)
Víkingur R. 0 - 1 Egnatia (Albanía)
Stjarnan 2 - 1 Paide (Eistland)
Breiðablik 1 - 2 Drita (Kosóvó)
Athugasemdir
banner
banner
banner