Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 12:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn og samkeppnisaðilinn skrifast á
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Orri Steinn Óskarsson hefur farið frábærlega af stað í dönsku úrvalsdeildinni og er búinn að skora í tveimur fyrstu leikjum tímabilsins.

Hann skoraði í gær þegar FC Kaupmannahöfn vann dramatískan sigur gegn AGF.

Orri, sem hefur verið eftirsóttur af félögum í stórum deildum í Evrópu, hefur ekki farið leynt með það að hann ætlar sér að vera markahæsti leikmaður dönsku deildarinnar á tímabilinu.

En Conrad Harder, ungur sóknarmaður Nordsjælland, hefur sett sér það markmið að skora meira en Orri. Hann sagði frá því í sjónvarpsviðtali eftir að hann skoraði tvisvar í jafntefli gegn Midtjylland um liðna helgi. Orri var spurður út í ummæli hans í gær.

„Mér finnst það mjög svalt. Ég skrifaði til hans og sagði að ég hlakkaði til að berjast við hann. Ég kann vel við hann sem leikmann og hann er að standa sig vel," sagði Orri.

„Ég skrifaði bara til hans: 'Ég kann að meta þetta, hlakka til'. Þetta verður spennandi og það eru líka miklar væntingar gerðar til hans. Hann hefur líka byrjað tímabilið vel og þetta verður gaman."

Báðir eru þeir núna með tvö mörk en það verður fróðlegt að sjá hvor þeirra skorar meira. Orri er greinilega að bæta sig mikið sem leikmaður í Kaupmannahöfn.
Athugasemdir
banner
banner
banner