Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mán 29. júlí 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
Sancho færist nær PSG - Leikmenn orðaðir við Man Utd
Powerade
Sancho í æfingaleik með Man Utd á dögunum.
Sancho í æfingaleik með Man Utd á dögunum.
Mynd: Getty Images
Fer Mazraoui til Man Utd?
Fer Mazraoui til Man Utd?
Mynd: EPA
Kalvin Phillips.
Kalvin Phillips.
Mynd: EPA
Manchester United hefur verið umtalaðasta félagið í enska sumarglugganum og það heldur áfram. Hér er slúðurpakki dagsins í boði Powerade.

Paris St-Germain hefur gert munnlegt samkomulag við Jadon Sancho (24) um samning en félagið verður að ganga að verðmiða Manchester United á enska sóknarleikmanninum, hann er um 50 milljónir punda. (Sports Zone)

Manchester United gæti reynt að fá leikmann frá PSG í skiptidíl fyrir Sancho. Hægri bakvörðurinn Nordi Mukiele (26), úrúgvæski miðjumaðurinn Manuel Ugarte (23) eða slóvakíski miðvörðurinn Milan Skriniar (29) koma þar til greina. (Express)

West Ham hefur hafið viðræður um enska hægri bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka (26) hjá Manchester United. En Man Utd metur leikmanninn á 15 milljónir punda. (Sky Sports)

Manchester United hefur samið um 15-20 milljóna punda kaup á marokkóska hægri bakverðinum Noussair Mazraoui (26) frá Bayern München en þarf að losa Wan-Bissaka fyrst. (Guardian)

Spænski kantmaðurinn Nico Williams (22), sem er samningsbundinn Athletic Bilbao til ársins 2027, hefur tekið ákvörðun um framtíð sína en hann hefur verið orðaður við Barcelona og PSG. (Marca)

Chelsea hefur haft samband við Federico Chiesa (26), sóknarleikmann Juventus og ítalska landsliðsins. Tottenham hefur einnig áhuga. (TeamTalk)

Genoa er enn að reyna að ná samkomulagi við spænska markvörðinn David de Gea (33) sem hefur ekkert spilað síðan hann yfirgaf Manchester United í júlí 2023. (Football Italia)

Launakröfur De Gea reynast hinsvegar hraðahindrun í samningaviðræðunum. (Sky Sports)

Aston Villa hefur lagt fram lánstilboð í Kalvin Phillips (28), enska miðjumanninn hjá Manchester City. (Football Insider)

Barcelona er ólíklegt að fá portúgalska hægri bakvörðinn Joao Cancelo (30) vegna 25 milljóna punda verðlagningar Manchester City. (Mundo Deportivo)

Everton hefur náð samkomulagi við Lyon um 22 milljóna punda kaup á írska varnarmanninum Jake O'Brien (23) frá franska félaginu. (Sky Sports)

Enski kantmaðurinn Jesurun Rak-Sakyi (21) hjá Crystal Palace vill frekar fara til Southampton en Leeds í sumar. (Football Insider)

West Ham er tilbúið að ganga að 30 milljóna punda verðmiða Mónakó á franska miðjumanninum Youssouf Fofana (25). (L'Equipe)

Fofana hefur munnlegt samkomulag um að ganga til liðs við AC Milan. (Sky Þýskalandi)

AC Milan er að ganga frá samningi um kaup á brasilíska varnarmanninum Emerson Royal (25) frá Tottenham. (Fabrizio Romano)

Arsenal er í baráttunni um að fá sænska framherjann Viktor Gyökeres (26) frá Sporting Lissabon, þar sem Liverpool er ekki tilbúið að leggja fram tilboð í hann. (TeamTalk)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner