Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mán 29. júlí 2024 17:57
Brynjar Ingi Erluson
Sevilla að landa Iheanacho
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Sevilla er að ganga frá samningum við nígerska sóknarmanninn Kelechi Iheanacho.

Þessi 27 ára gamli leikmaður yfirgaf Leicester City um mánaðamótin og verið að skoða tilboð frá nokkrum heimsálfum.

Hann lék 232 leiki og skoraði 61 mark á sjö árum sínum hjá Leicester en þar á undan lék hann með Manchester City.

Nígeríumaðurinn mun nú reyna fyrir sér á Spáni en hann hefur náð munnlegu samkomulagi við Sevilla.

Florian Plettenberg hjá Sky segir að Iheanacho fari í læknisskoðun hjá Sevilla á morgun og mun í kjölfarið skrifa undir samning hjá félaginu.

Iheanacho á 55 A-landsleiki fyrir Nígeríu og skorað 15 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner