Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Sóknarmaður Sambíu í sögubækurnar
Mynd: EPA
Barbra Banda, sóknarmaður kvennalandsliðs Sambíu, kom sér í sögubækurnar í 6-5 tapi liðsins gegn Ástralíu á Ólympíuleikunum í gær.

Banda, sem er á mála hjá Orlando Pride í NWSL-deildinni í Bandaríkjunum, skoraði þrennu í fyrri hálfleik og gerði þar með þriðju þrennu sína á Ólympíuleikunum.

Hún skoraði tvær þrennur á leikunum sem fóru fram í Tókyó fyrir fjórum árum, gegn Hollandi og Kína, og bætti síðan við þriðju þrennunni í gær.

Banda er sú fyrsta í sögu kvennafótboltans til að skora þrjár þrennur á Ólympíuleikunum.

Margir frábærir leikmenn eru í landsliði Sambíu, en liðið er þó enn án stiga eftir tvo leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner