Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 19:47
Brynjar Ingi Erluson
Steve Bruce gæti tekið við af Heimi
Mynd: Getty Images
Enski þjálfarinn Steve Bruce er í viðræðum við fótboltasamband Jamaíku um að taka við karlalandsliðinu en þetta kemur fram í Daily Mail í dag.

Bruce hefur ekkert komið að þjálfun síðustu tvö árin eða eftir að hann var látinn fara frá WBA.

Þjálfaraferill hans spannar tæp 30 ár og hefur hann stýrt liðum á borð við Aston Villa, Birmingham City, Hull City, Sunderland og Wigan.

Hann gæti nú verið að snúa aftur í þjálfun en samkvæmt heimildum Daily Mail er hann að ræða við fótboltasamband Jamaíku.

Ákvörðun mun liggja fyrir á næstu tíu dögum og er Bruce sagður líklegasti kosturinn í starfið.

Heimir Hallgrímsson hætti með Jamaíku í síðasta mánuði eftir tvö ár í starfi. Eyjamaðurinn var sagður óánægður með margt hjá sambandinu og sagði því upp störfum. Heimir tók við írska landsliðinu nokkrum dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner