Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Þorri Mar kom af bekknum og lagði upp mark - Davíð spilaði í sigri
Þorri Mar átti góða innkomu af bekknum
Þorri Mar átti góða innkomu af bekknum
Mynd: Öster
Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson átti góða innkomu af bekknum er Öster tapaði fyrir Helsingborg, 3-2, í sænsku B-deildinni í kvöld.

Þorri kom til Öster frá KA á síðasta ári en ekki fengið að spila eins mikið og hann hafði vonast eftir.

Hann hefur verið að fá tækifæri inn af bekknum og nýtt það ágætlega.

Á 69. mínútu kom hann inná í stöðunni 3-1 fyrir Helsingborg, en tíu mínútum síðar lagði hann upp annað mark Öster.

Þetta var fyrsta stoðsending hans á tímabilinu en Öster er í 2. sæti með 29 stig eftir sextán leiki.

Davíð Kristján Ólafsson lék þá allan leikinn fyrir Cracovia sem vann Rakow, 1-0, í annarri umferð pólsku úrvalsdeildarinnar.

Cracovia er með fjögur stig eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner