Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 10:35
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Chiesa flýgur til Lundúna
Chiesa á æfingu hjá ítalska landsliðinu.
Chiesa á æfingu hjá ítalska landsliðinu.
Mynd: EPA
Fali Ramadani, umboðsmaður ítalska landsliðsmannsins Federico Chiesa hjá Juventus, hefur flogið til Lundúna til að ræða við Tottenham og Chelsea.

Þessi 26 ára vængmaður á tæplega ár eftir af samningi sínum við Juventus og er ekki í áætlunum Thiago Motta stjóra félagsins.

Chiesa var einnig orðaður við Roma og Napoli en nú hefur Roma krækt í Matias Soule og Napoli snúið sér að öðrum leikmönnum.

Chiesa skoraði tíu mörk og átti þrjár stoðsendingar í 37 leikjum á síðasta tímabili.

Corriere dello Sport segir frá því hvernig Ramadani flaug til London til að hitta forráðamenn Tottenham og Chelsea. Auk þeirra félaga er Manchester United sagt hafa áhuga.
Athugasemdir
banner
banner