Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mán 29. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
West Ham leggur fram tilboð í Fofana - Vill frekar fara til Milan
Mynd: EPA
West Ham United hefur lagt fram 30 milljóna punda tilboð í franska miðjumanninn Youssouf Fofana, sem er á mála hjá Mónakó, en þetta segir franski miðillinn L'Equipe.

AC Milan hefur leitt baráttuna um Fofana í sumarglugganum og hefur hann þegar náð samkomulagi við ítalska félagið um kaup og kjör.

Félagið hefur þó ekki boðið uppsett verð í Fofana. Mónakó hafnaði 14 milljóna punda tilboði á dögunum, sem er þó nokkuð frá uppsettu verði.

Mónakó vill fá 30 milljónir punda og samkvæmt L'Equipe hefur West Ham lagt fram tilboð sem nemur þeirri upphæð.

Fabrizio Romano segir að Fofana hafi hafnað því að fara til West Ham og að hann vilji aðeins fara til Milan.

Markmið hans er að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og því ólíklegt að West Ham verði áfangastaður hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner