Osimhen efstur á blaði hjá Man Utd - Aukin samkeppni um Cunha - Tottenham gæti reynt við Rashford
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net á laugardagskvöld
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
Nik um meiðsli Barbáru: Líklega úlnliðsbrot
Jóhannes Karl: Þurfum að fara hugsa okkar gang
Áslaug Dóra skoraði þrennu: Eitt af markmiðunum mínum að vera sterkari inn í teig
Rúnar Kristins: Við erum góðir en ekki orðnir svakalega góðir
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
   þri 29. ágúst 2023 22:42
Mist Rúnarsdóttir
John er búinn að vinna deildina en brjálast ef hann tapar á laugardag
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þær eru búnar að vera frábærar í allt sumar. Það voru yfir þúsund manns á vellinum, það er met í kvennadeildinni. Get in! Svona gerum við þetta. Sjáðu þetta! Stuðningurinn var frábær. Leikbreytarnir frábærir og Fylkir voru magnaðar. Við þurftum að vinna mjög gott lið. Besta deildin 2024. Áfram,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkinga, eftir 4-2 sigur á Fylki sem tryggir Víkingum sigur í Lengjudeildinni þetta árið og sæti í Bestu deildinni að ári.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  2 Fylkir

„Lengjudeildin í ár er sú besta sem ég hef séð og að við skulum vinna hana með tvo leiki eftir er magnað og gerir mig stoltan,“ sagði John áður en hann kastaði kveðju á fjölskyldu sína heima á Írlandi.

John hefur unnið magnað starf síðan hann tók við Víkingum og var augljóslega hrærður í leikslok. Hann segist hafa fundið á sér á síðasta tímabili að liðið gæti farið upp um deild í ár.

„Til að gera stutta sögu mjög langa þá fundum við á okkur á síðasta tímabili að úrslitin gegn toppliðunum, FH og Tindastól, voru ekki góð en allt annað var mjög gott. Markmiðið okkar í ár var að ná aðeins betri stöðugleika og við getum ekki verið mikið stefnufastari en þetta,“ sagði John stoltur. Aðspurður um það hvort hann myndi geta hætt að brosa á næstunni svaraði þjálfarinn sposkur:

„Ef við töpum fyrir Grindavík á laugardaginn verð ég brjálaður. Það er æfing á morgun og ef þær standa sig ekki verð ég ekki glaður jafnvel þó við höfum unnið deildina.“

Nánar er rætt við hinn líflega John Andrews í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner