Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 14:04
Elvar Geir Magnússon
Brereton Díaz til Southampton (Staðfest)
Brereton Díaz í leik með Síle.
Brereton Díaz í leik með Síle.
Mynd: EPA
Southampton hefur gengið frá kaupum á framherjanum Ben Brereton Díaz frá Villarreal fyrir um 7 milljónir punda.

Þessi landsliðsmaður Síle fór á frjálsri sölu til Villarreal frá Blackburn fyrir ári síðan en tókst ekki að skora í þeim tuttugu leikjum sem hann spilaði á Spáni.

Brereton Díaz var seinni hluta síðasta tímabils á láni hjá Sheffield United og skorað isex mörk í fjórtán úrvalsdeildarleikjum.

Southampton hefur verið í framherjaleit eftir að Che Adams ákvað að ganga í raðir Torino í þessum mánuði, eftir að hafa hafnað boði Southampton um nýjan samning.

Brereton Díaz lék fyrir yngri landslið Englands en ákvað svo að spila fyrir Síle. Þessi 25 ára leikmaður spilaði fyrir Síle á Copa America.


Áður hafði Southampton krækt í Adam Lallana, Taylor Harwood-Bellis, Charlie Taylor, Ronnie Edwards, Nathan Wood, Yukinari Sugawara og Flynn Downes í þessum glugga. Liðið er komið aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa unnið umspil Championship-deildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner