Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Everton fær spænska landsliðskonu (Staðfest)
Mynd: Everton
Everton gekk í gær frá samningum við spænsku landsliðskonuna Inma Gabarro en hún kemur til félagsins frá Sevilla.

Gabarro er 21 árs gömul og getur bæði spilað sem miðjumaður og sóknarmaður.

Samningur hennar við Sevilla rann út í sumar og samdi hún í gær við Everton.

Fyrir tveimur árum var hún valin næst besti leikmaður HM U20 þegar Spánn varð heimsmeistari.

Hún á 5 A-landsleiki með Spánverjum og skorað 2 mörk, en hún var í leikmannahópnum í undankeppni Evrópumótsins fyrr í þessum mánuði.

Þetta er svakalegur liðsstyrkur fyrir Everton sem hafnaði í 8. sæti WSL-deildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner