Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Hákon að fá nýjan liðsfélaga frá Villarreal
Mynd: EPA
Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille eru að fá nýjan liðsfélaga en miðvörðurinn Aissa Mandi er að koma til félagsins frá Villarreal á Spáni.

Mandi er 32 ára gamall landsliðsmaður Alsír en hann hefur spilað fyrir Villarreal síðustu þrjú ár.

Áður lék hann með Real Betis við góðan orðstír en hann hóf feril sinn með Reims í Frakklandi.

Santi Aouna hjá Foot Mercato segir hann nálægt því að ganga í raðir Lille.

Samningurinn er til tveggja ára og hafnaði Mandi tilboðum frá Sádi-Arabíu, en hugur hans leitaði aftur heim til Frakklands, þar sem hann er fæddur og uppalinn.

Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Lille fær í glugganum á eftir Thomas Meunier, Ethan Mbappe og Ngal'ayel Mukau.
Athugasemdir
banner
banner
banner