Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 14:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon í byrjunarliðinu þegar Brentford tapaði gegn Estrela
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brentford tapaði 3-1 gegn Estrela í æfingaleik í dag. Leikurinn fór fram fyrir luktum dyrum og markaði hann lokin á æfingaferð Brentford í Portúgal.

Estrela er í portúgölsku úrvalsdeildinni. Fyrir helgi mætti Brentford liði Benfica í æfingaleik.

Hákon Rafn Valdimarsson var í byrjunarliði Brentford í báðum leikjum en fór af velli í hálfleik fyrir Matthew Cox.

Mathias Jensen kom Brentford yfir í dag en rétt undir lok fyrri hálfleiks náði portúgalska liðið að koma inn jöfnunamarki.

Boltinn fór yfir varnarlínuna og sóknarmaður Estrela tók vel á móti honum og náði með góðu skoti að koma boltanum framhjá Hákoni og í fjærhornið. Estrela skoraði svo á 80. og 87. mínútu til að tryggja sér sigurinn.

Búist er við því að Hákon Rafn verði í samkeppni við Mark Flekken á komandi tímabili. Flekken hefur ekki verið í hópnum á undirbúningstímabilinu til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner