Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Howe: Hef ekki rætt við neinn og það er ekkert að ræða
Eddie Howe.
Eddie Howe.
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segist ekkert hafa rætt við enska fótboltasambandið um landsliðsþjálfarastarfið sem er núna laust.

Gareth Southgate hætti nýverið sem landsliðsþjálfari Englands eftir að hafa stýrt liðinu alla leið í úrslitaleik EM, en þar var niðurstaðan tap gegn Spáni.

Howe var fljótt settur efstur á lista hjá veðbönkum en hann segist ekkert hafa rætt við enska fótboltasambandið um starfið. Á sama tíma ítrekaði hann skuldbindingu sína gagnvart Newcastle.

„Ég hef ekki rætt við neinn og ég er skuldbundinn Newcastle," sagði Howe sem er núna í æfingaferð í Japan með liðið sitt.

Spurður að því hvort að hann þyrfti að ræða við leikmenn sína út af þessum sögum, þá sagði hann: „Það er ekkert að ræða. Þeir vita, að ég vona, út frá því hvernig ég er og hvernig ég haga mér að ég er skuldbundinn þessu félagi."
Athugasemdir
banner
banner