Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir í dag - Lokaumferð riðlakeppninnar
Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette.
Mynd: Getty Images
Claudio Echeverri.
Claudio Echeverri.
Mynd: Getty Images
Í dag fer lokaumferðin í riðlakeppni fótboltamóts Ólympíuleikana fram. Því miður ákvað RÚV ekki að sýna neinn fótboltaleik þennan daginn en hér má sjá hvað liðin þurfa til að komast áfram.

Tvö efstu lið hvers riðils fara í 8-liða úrslitin.

A-riðill:
17:00 Nýja-Sjáland - Frakkland
17:00 Bandaríkin - Gínea

Heimamenn í Frakklandi þurfa að minnsta kosti jafntefli til að tryggja sig áfram. Nýja-Sjáland þarf að ná betri úrslitum en Bandaríkin nær gegn Gíneu. Afríkuliðið þarf að vinna og treysta á hagstæð úrslit úr hinum leiknum.

B-riðill:
15:00 Marokkó - Írak
15:00 Úkraína - Argentína

Öll liðin eru með þrjú stig! Argentína leiðir riðilinn á markatölu.

C-riðill:
13:00 Dóminíska lýðveldið - Úsbekistan
13:00 Spánn - Egyptaland

Spánn hefur þegar tryggt sér áfram en Egyptaland þarf á stigi að halda. Ef Egyptar tapa þá getur Dóminíska lýðveldið stolið öðru sætinu með því að vinna Úsbekistan sem þegar á enga möguleika.

D-riðill:
19:00 Ísrael - Japan
19:00 Paragvæ - Malí

Japan hefur þegar tryggt sér áfram og Paragvæ fylgir ef liðið vinnur Malí.


Athugasemdir
banner
banner
banner