Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Selma Sól mætt aftur í Rosenborg (Staðfest)
Mynd: Rosenborg
Selma Sól Magnúsdóttir er mætt aftur til norska félagsins Rosenborg og skrifar hún undir samning sem gildir út tímabilið 2026.

Hún fór frá Rosenborg eftir tímabilið 2023 og gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi þar sem hún var fyrri hluta árs. Selma er í nokkuð stóru hlutverki með landsliðinu, hún á að baki 41 leik og hefur í þeim skorað fjögur mörk.

Selma er 26 ára miðjumaður sem uppalin er í Breiðabliki og hélt út til Noregs eftir tímabilið 2021 og var þar í tvö tímabil áður en hún hélt til Þýskalands.

„Selma þekkir okkar leikstíl og getur strax farið að leggja sitt af mörkum fyrir okkur," segir yfirmaður íþróttamála, Mads Pettersen, í tilkynningu Rosenborg.

„Hún þekkir okkur vel og hefur bæði reynslu með landsliðinu og Meistaradeildarreynslu. Svo þetta er fullkomið fyrir okkur," bætti Pettersen við.

Næsti leikur hjá Rosenborg er gegn Vålerenga þann 9. ágúst. Vålerenga er á toppi deildarinnar, átta stigum á undan Rosenborg. Í byrjun september tekur Rosenborg þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og á liðið leik gegn Atletico Madrid þann 4. september.
Stöðutaflan Noregur Toppserien - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Valerenga W 20 18 0 2 57 13 +44 54
2 SK Brann W 19 13 1 5 49 19 +30 40
3 Rosenborg W 19 12 1 6 29 20 +9 37
4 Lillestrom W 19 10 3 6 26 20 +6 32
5 Stabek W 20 8 3 9 28 26 +2 27
6 Roa W 19 8 1 10 19 25 -6 25
7 Lyn W 19 7 4 8 17 27 -10 25
8 Kolbotn W 19 5 4 10 22 37 -15 19
9 Asane W 19 0 7 12 10 29 -19 7
10 Arna-Bjornar W 19 1 4 14 11 52 -41 7
Athugasemdir
banner
banner
banner