Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   þri 30. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Snýr Sane aftur í ensku úrvalsdeildina?
Leroy Sane
Leroy Sane
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þýski vængmaðurinn Leroy Sane gæti verið að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en Sky í Þýskalandi segir Arsenal vera að skoða það að fá hann frá Bayern München.

Sane var frábær í liði Manchester City frá 2016 til 2020 áður en hann hélt til Bayern.

Tímabilið 2017/2018 var hann valinn besti ungi leikmaður ársins af leikmannasamtökum ensku úrvalsdeildarinnar.

Þjóðverjinn hafnaði nýju samningstilboði Man City tímabilið 2019-2020 og var hann því seldur um sumarið.

Sky segir að hann gæti óvænt snúið aftur í ensku úrvalsdeildina, en Mikel Arteta vill fá hann til Arsenal. Félagið er að skoða stöðuna, en Sane rennur út á samningi á næsta ári og gæti því verið falur í sumar.

Arteta var áður aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Man City og vann því náið með Sane, en frétt Sky bætir því þó við að Sane vilji helst af öllu vera áfram hjá Bayern, en ef viðræður ganga ekki upp er eina í stöðunni að leita annað og mun því Arsenal fylgjast vel með framvindu mála.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner