Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú lið í efstu fjórum deildunum sem hafa ekki unnið heimaleik
KR fagnar jöfnunarmarki sínu í gær.
KR fagnar jöfnunarmarki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR hefur átt erfitt sumar.
KR hefur átt erfitt sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR bjargaði 2-2 jafntefli gegn KA í Bestu deildinni í gær og sótti sitt fjórða stig á heimavelli í sumar. Finnur Tómas Pálmason jafnaði metin í uppbótartímanum.

KR hefur ekki enn unnið á heimavelli í Bestu deildinni í sumar. Liðið hefur spilað átta heimaleiki í Vesturbænum og unnið engan þeirra, gert fjögur jafntefli og tapað fjórum. Liðið hefur sótt fjögur stig á heimavelli.

Ekkert annað lið í Bestu deild karla á eftir að vinna heimaleik í sumar og ekkert annað lið hefur unnið bara einn leik. Næst koma Vestri og HK með tvo sigurleiki en árangur KR á heimavelli er sá versti í deildinni.

KR á eftir þrjá heimaleiki áður en deildin skiptist og spurning hvort Vesturbæjarstórveldinu takist að vinna heima áður en það gerist. KR á eftir að mæta FH, Víkingi og ÍA heima.

Hvaða önnur lið eiga eftir að vinna heima?
Þegar árangurinn er skoðaður í aðeins víðara samhengi, þá eiga aðeins tvö önnur lið eftir að vinna heimaleik í deildarkeppni í fjórum efstu deildum karla.

Það eru Reynir Sandgerði í 2. deild og Hvíti riddarinn í 3. deild. Ef horft er í eina deild neðar, þá bætist eitt lið við en það er RB í 4. deild.

Í deildarkeppni í kvennaboltanum, þá á bara eitt lið eftir að vinna heimaleik en það er Smári í 2. deild kvenna.

KR er sem stendur í níunda sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu. Sumarið er búið að vera afar vont í Vesturbænum og falldragurinn er svo sannarlega enn til staðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner