Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
„Van Nistelrooy kemur með meira að borðinu en flestir halda“
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gamli markahrókurinn Ruud van Nistelrooy kom nýr inn í þjálfarateymi Manchester United í sumar og er aðstoðarmaður Erik ten Hag. Blaðamaðurinn Jamie Jackson segir Nistelrooy augljóslega koma inn í stórt hlutverk.

Jackson er í Bandaríkjunum og fylgist með United í æfingaferð sinni. Hann segir Nistelrooy mjög áberandi á æfingum, láti vel í sér heyra og sé alls ekki að einbeita sér að sóknarmönnunum eins og margir myndu halda.

Van Nistelrooy var magnaður markaskorari á leikmannaferli sínum og skoraði 150 mörk í 219 leikjum fyrir United.

„Hann virðist leggja jafn mikla áherslu á að þjálfara varnarmenn sem og sóknarmenn, hann vill ekki fá það orðspor að vera bara sérfræðingur í sóknarleik," segir Jackson, sem skrifar fyrir Guardian.

Tom Heaton, einn af varamarkvörðum Manchester United, þekkir Nistelrooy vel hann var í leikmannahópnum þegar hollenski sóknarmaðurinn spilaði fyrir United.

„Ég og Ruud vörðum tíma saman þá, ég var alltaf markvörðurinn sem hann leitaði til þegar hann fór í skotæfingar. Hann er nákvæmur og skoðar smáatriðin í þaula. Ég get skilið að einhverjir haldi að hann sé bara fenginn hingað því hann er United goðsögn. En ég hef verið á nokkrum fundum með honum og hann hefur ótrúlega gott innsæi," segir Heaton.

Van Nistelrooy var stjóri PSV Eindhoven 2022-23 eftir að hafa þjálfað yngri lið félagsins árin á undan. Hann er einn af fjórum í teyminu hjá Ten Hag sem hafa verið aðalþjálfarar. Hinir eru Steve McClaren, René Hake og Andreas Georgson.
Athugasemdir
banner
banner