Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 22:27
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Selfoss skoraði öll sex mörk sín í síðari hálfleik - Fyrsti sigur KF var stór
Þorlákur Breki Baxter skoraði tvö í stórkostlegri frammistöðu Selfyssinga í síðari hálfleiknum
Þorlákur Breki Baxter skoraði tvö í stórkostlegri frammistöðu Selfyssinga í síðari hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ægismenn eru í öðru sæti
Ægismenn eru í öðru sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jonas Schmalbach skoraði tvö fyrir KF
Jonas Schmalbach skoraði tvö fyrir KF
Mynd: KF
Selfoss trónir á toppnum í 2. deild karla með tveggja stiga forskot eftir leiki kvöldsins en liðið vann 6-1 stórsigur á Þrótti V. Þá kom fyrsti sigur KF í sumar en liðið KFA, 4-0, á Ólafsfirði.

Leikur Selfoss og Þróttar var í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net en öll mörk heimamanna komu í síðari hálfleiknum.

Guðni Sigþórsson skoraði strax á fyrstu mínútu. Aukaspyrna kom inn í teiginn og eftir smá darraðans var það Guðni sem kom boltanum í netið.

Þróttarar gátu komið sér í 2-0 tæpum tuttugu mínútum síðar en skotið hafnaði í stöng.

Selfyssingar unnu sig betur inn í leikinn áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Í þeim síðari mættu heimamenn trylltir. Aron Fannar Birgisson og Þorlákur Breki Baxter skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum áður en Aron Fannar gerði annað mark sitt tíu mínútum síðar.

Breki gerði annað mark sitt á 67. mínútu með því að fara framhjá tveimur mönnum áður en hann setti boltann í netið. Alexander Clive Vokes kom inn af bekknum á 70. mínútu og skoraði fimmta markið aðeins mínútu síðar eftir frábæra sendingu Alfredo Sanabria.

Jose Sanchez skoraði sjötta og síðasta mark Selfyssinga á 82. mínútu eftir hornspyrnu. Mögnuð endurkoma heimamanna sem eru á toppnum með 13 stig, tveimur stigum meira en Ægir.

Víkingur Ó. gerði 1-1 jafntefli við Reyni Sandgerði í Sandgerði.

Tuttugu mínútna töf var á fyrri hálfleiknum eftir að annar af aðstoðardómurum leiksins meiddist.

Daniel Arnaud Ndi skoraði eina mark Ólafsvíkinga í leiknum.

Víkingur er í þriðja sæti með 9 stig en Reynir fer úr botnsætinu og í 9. sæti með 4 stig.

Ægir lagði KFG að velli, 2-1, á Samsungvellinum. Atli Rafn Guðbjartsson skoraði fyrra mark Ægis á 3. mínútu af stuttu færi áður en Dagur Orri Garðarsson jafnaði á 29. mínútu eftir frábæra sókn KFG.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok skoraði Aron Fannar Hreinsson sigurmarkið með lúxusskoti fyrir utan teig, yfir markvörð KFG, í slá og inn.

KFG er í næst neðsta sæti með 3 stig en Ægir í öðru sæti með 11 stig.

KF vann þá sinn fyrsta sigur í sumar er það pakkaði KFA saman, 4-0, á Ólafsfirði.

Jonas Benedikt Schmalbach skoraði tvö mörk fyrir KF í fyrri hálfleiknum áður en þeir Þorsteinn Már Þorvaldsson og Anton Karl Sindrason bættu við tveimur í þeim síðari.

KF er á botninum með 3 stig en KFA í 5. sæti með 7 stig.

KF 4 - 0 KFA
1-0 Jonas Benedikt Schmalbach ('16 )
2-0 Jonas Benedikt Schmalbach ('45 )
3-0 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('48 )
4-0 Anton Karl Sindrason ('90 )

Selfoss 6 - 1 Þróttur V.
0-1 Guðni Sigþórsson ('1 )
1-1 Aron Fannar Birgisson ('52 )
2-1 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('53 )
3-1 Aron Fannar Birgisson ('62 )
4-1 Þorlákur Breki Þ. Baxter ('67 )
5-1 Alexander Clive Vokes ('71 )
6-1 Jose Manuel Lopez Sanchez ('82 )
Lestu um leikinn

KFG 1 - 2 Ægir
0-1 Atli Rafn Guðbjartsson ('3 )
1-1 Dagur Orri Garðarsson ('29 )
1-2 Aron Fannar Hreinsson ('70 )

Reynir S. 1 - 1 Víkingur Ó.
Mark Víkings: Daniel Arnaud Ndi.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 7 6 1 0 17 - 6 +11 19
2.    Víkingur Ó. 8 5 3 0 19 - 7 +12 18
3.    Ægir 8 4 3 1 15 - 9 +6 15
4.    Völsungur 8 4 1 3 17 - 11 +6 13
5.    KFA 8 4 1 3 20 - 17 +3 13
6.    Kormákur/Hvöt 8 3 2 3 8 - 8 0 11
7.    Þróttur V. 8 3 1 4 8 - 14 -6 10
8.    Höttur/Huginn 8 2 3 3 16 - 20 -4 9
9.    Haukar 7 2 2 3 9 - 11 -2 8
10.    KFG 8 2 0 6 8 - 11 -3 6
11.    Reynir S. 8 1 2 5 9 - 22 -13 5
12.    KF 8 1 1 6 8 - 18 -10 4
Athugasemdir
banner
banner
banner