Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 22:54
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: Átta mörk í fyrsta tapi Augnabliks - Magni upp í annað sætið
ÍH vann óvæntan sigur á Augnabliki
ÍH vann óvæntan sigur á Augnabliki
Mynd: ÍH
Magnamenn eru í öðru sæti
Magnamenn eru í öðru sæti
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Það var boðið upp á markaveislu er ÍH varð fyrsta liðið til að vinna Augnablik í 3. deildinni í sumar en 5-3 urðu lokatölur í Kópavogi.

Augnablik hafði unnið alla fjóra leiki sína en ÍH aðeins unnið einn leik.

Blikarnir hafa verið fullir sjálfstrausts í byrjun sumars og kom því lítið á óvart þegar Aron Skúli Brynjarsson tók forystuna fyrir heimamenn.

Gestirnir jöfnuðu metin á 30. mínútu er Kristófer Dan Þórðarson skoraði en undir lok hálfleiksins skoruðu tvíburarnir, Andri og Brynjar Jónassynir, tvö mörk til að koma ÍH í 3-1 forystu.

ÍH náði í fjórða markið í upphafi síðari hálfleiks og þá gerði Gísli Þröstur Kristjánsson fimmta markið um tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Aron Skúli skoraði tvö fyrir Augnablik með fjögurra mínútna millibili og tókst að fullkomna þrennu sína en lengra komust Blikarnir ekki.

Fyrsta tap sumarsins staðreynd. Augnablik heldur toppsætinu með 12 stig en ÍH flýgur upp í 7. sæti með 6 stig.

Magni er komið upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á Sindra. Númi Kárason skoraði tvívegis fyrir Magna og Alexander Ívan Bjarnason eitt. Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleiknum en Magni fer upp að hlið Augnabliks með 12 stig.

Pétur Óskarsson og Hlynur Magnússon skoruðu mörk Elliða í 2-0 sigri liðsins á Vængjum Júpiters. Elliði er með 6 stig í 10. sæti deildarinnar en Vængir Júpiters í neðsta sæti með 1 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Magni 3 - 1 Sindri
1-0 Númi Kárason ('60 )
2-0 Alexander Ívan Bjarnason ('74 )
3-0 Númi Kárason ('90 )
3-1 Ragnar Þór Gunnarsson ('90 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Stígur Aðalsteinsson , Sindri ('72)

Augnablik 3 - 5 ÍH
1-0 Aron Skúli Brynjarsson ('21 )
1-1 Kristófer Dan Þórðarson ('30 )
1-2 Andri Jónasson ('42 )
1-3 Brynjar Jónasson ('45 )
1-4 Dagur Óli Grétarsson ('47 )
1-5 Gísli Þröstur Kristjánsson ('72 )
2-5 Aron Skúli Brynjarsson ('75 )
3-5 Aron Skúli Brynjarsson ('79 , Mark úr víti)

Vængir Júpiters 0 - 2 Elliði
0-1 Pétur Óskarsson ('58 )
0-2 Hlynur Magnússon ('80 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 8 6 1 1 28 - 13 +15 19
2.    Augnablik 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
3.    Víðir 8 5 2 1 31 - 12 +19 17
4.    Árbær 8 4 2 2 18 - 16 +2 14
5.    Magni 8 4 2 2 11 - 11 0 14
6.    Elliði 8 4 1 3 14 - 20 -6 13
7.    Sindri 8 3 0 5 18 - 18 0 9
8.    KFK 8 3 0 5 16 - 22 -6 9
9.    Hvíti riddarinn 8 3 0 5 12 - 21 -9 9
10.    ÍH 8 2 1 5 21 - 26 -5 7
11.    Vængir Júpiters 8 2 1 5 20 - 25 -5 7
12.    KV 8 1 0 7 9 - 27 -18 3
Athugasemdir
banner