Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 14:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bellingham verðmætastur í heiminum - Metinn á yfir 200 milljónir
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham hefur fengið titilinn verðmætasti leikmaður heims. Hann er virði 238 milljóna punda, en það er svissneska CIES Football Observatory sem metur verðmæti leikmanna. CIES Football Observatory sérfræðir sig í fótboltatölfræði og heldur úti lista yfir verðmætustu leikmenn heims.

Kylian Mbappe var í fyrra verðmætasti leikmaður heims.

Bellingham er tvítugur miðjumaður sem uppalinn er hjá Birmingham. Hann verður 21 árs eftir tæpan mánuð.

Bellingham hefur átt frábært tímabil með Real Madrid en hann var keyptur á um 103 milljónir evra (89 milljónir punda) frá Dortmund í fyrra. Hann var valinn besti leikmaður ársins í La Liga.

Hann mætir sínum fyrrum liðsfélögum í Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun og svo heldur hann á EM með enska landsliðinu.

Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, er næstverðmætastur. Hann er metinn á 216 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner