Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea opið fyrir því að selja Chalobah eða Gallagher
Chalobah
Chalobah
Mynd: Getty Images
Manchester United er að skoða möguleikann á því að fá Trevoh Chalobah frá Cheslsea. United er i leit að hafsent þar sem Raphael Varane er farinn frá félaginu. Það er Independent sem greinir frá.

Chelsea er sagt vera opið fyrir því að selja annað hvort Chalobah eða Conor Gallegher, eða jafnvel báða, í sumar.

Chalobah er sagður kosta um 25 milljónir punda. Chelsea þarf að passa sig á fjármálareglum úrvalsdeildarinnar og með því að selja uppaldan leikmann á sæmilega upphæð þá kemur félagið sér í betri stöðu gagnvart þeim reglum.

Gallagher á eitt ár eftir af samningi sínum og hefur verið orðaður við Tottenham.

Manchester United er einnig orðað við Jarrad Branthwaite, miðvörð Everton. Manchester United þarf sömuleiðis að passa sig á fjármálareglunum.
Enski boltinn - Úrslitaleikurinn og tímabil Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner