Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 18:14
Brynjar Ingi Erluson
Courtois spilar úrslitaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid á Spáni, mun spila gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á morgun, en þetta staðfesti Carlo Ancelotti, þjálfari Madrídinga, á blaðamannafundi í dag.

Courtois hefur verið frá stærstan hluta tímabilsins en hann snéri aftur á völlinn fyrr í þessum mánuði.

Kepa Arrizabalaga kom inn fyrir hann en þriðji markvörður liðsins, Andriy Lunin, tókst að stela sætinu af Spánverjanum og hefur verið þeim gríðarlega mikilvægur síðan.

Lunin hefur verið að glíma við flensu síðustu daga og mun því Courtois koma aftur í markið fyrir úrslitaleikinn á morgun.

„Lunin hefur verið að glíma við flensu. Hann mun ferðast með okkur en verður á bekknum. Thibaut Courtois verður í markinu á morgun,“ sagði Ancelotti.

Courtois vann Meistaradeildina með Madrídingum fyrir tveimur árum en hann átti stórleik í markinu er það hafði betur gegn Liverpool í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner