Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Crystal Palace og Brentford vilja Jobe Bellingham
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn sóknarsinnaði Jobe Bellingham er gríðarlega eftirsóttur eftir gott tímabil með Sunderland í Championship deildinni.

Bellingham er aðeins 18 ára gamall og hefur vakið áhuga liða úr ensku úrvalsdeildinni sem hafa sett sig í viðræður við Sunderland.

Jobe Bellingham er yngri bróðir Jude Bellingham, stórstjörnu enska landsliðsins og Real Madrid, og gæti spilað sinn fyrsta úrvalsdeildarleik á undan stóra bróður sínum.

Crystal Palace er talið leiða kapphlaupið þar sem félagið er í viðræðum við Sunderland um kaupverð á Bellingham, sem kom að 8 mörkum í 47 leikjum á nýliðinni leiktíð.

Oliver Glasner, þjálfari Palace, hefur miklar mætur á Bellingham og er Dougie Freedman, yfirmaður fótboltamála, að vinna hörðum höndum að því að sannfæra leikmanninn um að færa sig um set.

Brentford og fleiri félög eru einnig sögð vera áhugasöm, en talið er að Bellingham eigi þrjú ár eftir af samningi sínum við Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner