Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Everton ræðir við Calvert-Lewin um nýjan samning
Dominic Calvert-Lewin.
Dominic Calvert-Lewin.
Mynd: Getty Images
Núgildandi samningur sóknarmannsins Dominic Calvert-Lewin rennur út eftir ár. Félagið hefur hafið viðræður við þennan 27 ára leikmann um nýjan samning.

Calvert-Lewin kom til Everton frá Sheffield United fyrir 1,5 milljónir punda árið 2016 og hefur skorað 68 mörk í 248 leikjum fyrir félagið.

Hinn 38 ára gamli Ashley Young er einnig í viðræðum um nýjan samning en hans samningur rennur út í næsta mánuði.

Samkvæmt BBC er Everton ákveðið að leyfa ekki lykilmönnum að fara í sumar nema mjög stór tilboð berist.

Manchester United vill fá varnarmanninn Jarrad Branthwaite en fréttir herma að 80 milljóna punda verðmiði hafi verið settur á hann.

Everton hefur áhuga á að fá miðjumanninn Kalvin Phillips lánaðan frá meisturunum í Manchester City og er í viðræðum um að fá Jack Harrison vængmann Leeds á nýjum lánssamningi.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner