Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Jafntefli í Austurríki
Icelandair
Íslenska liðið gerði jafntefli við Austurríki
Íslenska liðið gerði jafntefli við Austurríki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla skoraði eina mark Íslands úr vítaspyrnunni
Glódís Perla skoraði eina mark Íslands úr vítaspyrnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Austurríki 1 - 1 Ísland
1-0 Sarah Puntigam ('25 , víti)
1-1 Glódís Perla Viggósdóttir ('76 , víti)
Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið gerði 1-1 jafntefli við Austurríki í undankeppni Evrópumótsins í Ried í kvöld.

Leikurinn var fremur lokaður fyrstu mínúturnar en þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar fékk Marie Höbinger mikið pláss til þess að athafna sig en skot hennar rétt yfir markið.

Diljá Ýr Zomers kom sér í álitlega stöðu mínútu síðar en hitti ekki boltann úr dauðafæri.

Heimakonur fengu vítaspyrnu á 24. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir brotleg í teignum. Sarah Puntigam skoraði úr spyrnunni, en Fanney Inga Birkisdóttir var þó ekki langt frá því að verja.

Íslenska liðið fékk fjölmörg færi til að jafna leikinn í fyrri hálfleiknum en fór illa með þau.

Áfram hélt Ísland að skapa sér fínustu færi en boltinn vildi einfaldlega ekki inn.

Það var ekki fyrr en á 74. mínútu sem dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Alexandra átti tilraun sem fór olnboga austurríska varnarmannsins, sem var með hendur upp við líkamann. Ódýrt víti en íslenska liðið tók því.

Glódís Perla Viggósdóttir steig á punktinn og skaut föstu skoti efst í vinstra hornið. Öruggt víti og staðan jöfn.

Austurríska liðið pressaði íslenska liðið ofarlega síðustu mínúturnar en náði ekki að knýja fram sigur. Á síðustu sekúndum leiksins fékk Ólöf Sigríður Kristinsdóttir dauðafæri til að vinna leikinn fyrir Ísland en markvörður Austurríkis varði skalla hennar.

Jafntefli niðurstaðan. Grátlegt í ljósi allra þeirra færa sem íslenska liðið fékk. Bæði lið eru með 4 stig í riðlinum en þau mætast í seinni leiknum á Laugardalsvelli á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner