Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 08:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho að taka við Fenerbahce
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho verður næsti stjóri Fenerbahce í Tyrklandi en Fabrizio Romano segir frá þessu núna í morgunsárið.

Mourinho, sem er einn sigursælasti stjóri fótboltasögunnar, er búinn að ná samkomulagi við Fenerbahce um tveggja ára samning.

Mourinho stýrði síðast Roma á Ítalíu en hann var rekinn þaðan í janúar síðastliðnum.

Mourinho, sem er 61 árs, vann fjölda titla sem stjóri Porto, Chelsea, Inter, Real Madrid og Manchester United. Hann stýrði svo Tottenham líka.

Fenerbahce er eitt stærsta félagið í Tyrklandi en liðið hafnaði í öðru sæti tyrknesku deildarinnar á nýliðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner