Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 19:04
Brynjar Ingi Erluson
Orri Steinn hjálpaði FCK að komast í Sambandsdeildina
Orri Steinn kláraði tímabilið með fimmtán mörk og átta stoðsendingar
Orri Steinn kláraði tímabilið með fimmtán mörk og átta stoðsendingar
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson skoraði fimmtánda mark sitt á leiktíðinni er FCK vann Randers, 2-1, í úrslitaleik um sæti í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

FCK hafnaði í 3. sæti dönsku deildarinnar í ár og fór því í umspil við Randers, sem hafnaði í efsta sæti fallriðilsins um sæti í Sambandsdeildina.

Randers fékk óskabyrjun er Wessel Dammers skoraði eftir einungis fimm mínútna leik en Orri jafnaði metin átta mínútum síðar. Það var fimmtánda mark hans á tímabilinu.

Mohamed Elyounoussi gerði sigurmark FCK þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum og þar við sat.

FCK mun því fara í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í sumar.

Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk FCK í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner