Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 15:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Riad búinn í læknisskoðun - Palace gefst ekki upp á Kamada
Riad.
Riad.
Mynd: EPA
Kamada vann með Glasner hjá Frankfurt.
Kamada vann með Glasner hjá Frankfurt.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace er á fullu á markaðnum og er nánast búið að ganga frá öllu í kaupunum á Chadi Riad frá Barcelona.

Riad er 20 ára og hefur tvisvar spilað fyrir marokkóska landsliðið. Hann kom til Betis frá Barcelona í fyrra og lék 30 leiki á tímabilinu.

Palace greiðir 14 milljónir punda fyrir Riad sem er búinn í læknisskoðun hjá félaginu.

Næsta skotmark Palace er Daichi Kamada sem er að renna út á samningi hjá Lazio.

Kamada var leikmaður Eintracht Frankfurt og lék þar undir stjórn Oliver Glasner sem er í dag stjóri Crystal Palace.

Það virtist allt stefna í að Kamada yrði áfram hjá Lazio en nýjustu fregnir eru á þá leið að hann hafi ekki náð samkomulagi við ítalska félagið.

Kamada gerði eins árs samning við Lazio í fyrra eftir að hafa þar á undan verið hjá Frankfurt.

Kamada er 27 ára japanskur landsliðsmaður. Honum fór að ganga betur hjá Lazio eftir að Igor Tudor tók við af Maurizio Sarri.
Athugasemdir
banner
banner
banner