Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 18:49
Brynjar Ingi Erluson
Romano fullyrðir að Conte taki við Napoli
Mynd: Getty Images
Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano hefur fullyrt að Antonio Conte sé að taka við ítalska félaginu Napoli.

Conte hefur átt í viðræðum við Napoli síðustu daga og hafa þær gengið afar vel fyrir sig.

Ítalinn hefur ekki þjálfað síðan hann var látinn fara frá Tottenham í byrjun síðasta árs.

Hann mun skrifa undir þriggja ára samning hjá Napoli en það má búast við tilkynningu frá félaginu á allra næstu dögum.

Á síðasta ári varð Napoli ítalskur meistarí í fyrsta sinn á þessari öld, en náði ekki að fylgja því eftir á nýafstaðinni leiktíð. Liðið mun ekki spila í Evrópu á næsta ári og er Conte ætlað að koma liðinu aftur í röð fremstu liða.
Athugasemdir
banner
banner