Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo í tárum eftir tap í bikarúrslitum
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo og liðsfélagar hans í Al-Nassr töpuðu fyrir Al-Hilal í úrslitum bikarsins í Sádi-Arabíu í kvöld.

Al-Nassr var betra liðið í leiknum og var Ronaldo nálægt því að skora eitt flottasta mark ársins er hann fleygði sér upp í bakfallsspyrnu en skoti hafnaði í stöng.

Al-Hilal fór með 1-0 forystu inn í hálfleikinn þökk sé marki Aleksandar Mitrovic á 7. mínútu.

Það færðist meiri hiti í leikinn í síðari. David Ospina, markvörður Al-Nassr, var rekinn af velli á 56. mínútu og þá voru þeir Ali Abulayhi og Kalidou Koulibaly reknir af velli í liði Al-Hilal undir lokin.

Al-Nassr jafnaði leikinn á milli rauðu spjaldanna en markið skoraði Ayman Yahya.

Eftir markalausa framlengingu var það Al-Hilal sem hafði betur í vítaspyrnukeppninni, 5-4. Cristiano Ronaldo skoraði úr sínu víti.

Ronaldo var í öngum sínum eftir leikinn. Portúgalinn hágrét á vellinum eins og má sjá á myndbandinu hér fyrir neðan.

Þetta var eitt besta tímabil Ronaldo á ferlinum. Hann skoraði 50 mörk í öllum keppnum, bæði félagsliði og landsliði, og það þrátt fyrir að vera 39 ára gamall en gat ekki fagnað því með titli. Al-Hilal vann bæði deild- og bikar.


Athugasemdir
banner
banner
banner