Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Sá besti á Ítalíu framlengir við meistarana
Mynd: EPA
Lautaro Martínez hefur samþykkt nýjan langtímasamning við Inter sem gildir til sumarsins 2029.

Þessi 26 ára Argentínumaður lék lykilhlutverk í 20. Ítalíumeistaratitli Inter, skoraði 24 mörk og átti sex stoðsendingar í 33 deildarleikjum.

Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins í ítölsku A-deildinni.

Lautaro hefur margoft lýst yfir ást sinni á Inter og hann hefur nú skjalfest þá ást með nýjum fimm ára samningi.
Athugasemdir
banner
banner
banner