Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Lautaro bestur í Seríu A
Lautaro og Hakan Calhanoglu eru báðir í liði tímabilsins
Lautaro og Hakan Calhanoglu eru báðir í liði tímabilsins
Mynd: EPA
Argentínumaðurinn Lautaro Martínez er besti leikmaður tímabilsins í Seríu A.

Martínez er með 24 mörk og 6 stoðsendingar fyrir lokaumferð tímabilsins en hann hjálpaði sínum mönnum í Inter að vinna deildina í 20. sinn.

Ítalska deildin tilkynnti í kvöld að hann væri besti maður tímabilsins.

Dusan Vlahovic var valinn besti sóknarmaðurinn, Hakan Calhanoglu var besti miðjumaðurinn, Alessandro Bastoni besti varnarmaðurinn og Michele Di Gregorio, markvörður Monza, besti markvörðurinn.

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var ekki í liði tímabilsins hjá deildinni en deildin velur það ásamt spilurum tölvuleiksins EA Sports FC.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner