Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 14:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja að Mainoo fái fjórfalt hærri laun eftir EM
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo, ungstirni Manchester United, mun skrifa undir nýjan samning við Manchester United eftir að EM lýkur. Frá þessu greinir enski slúðurmiðillinn Daily Star í dag.

Mainoo, sem er 19 ára miðjumaður, sem á þrjú ár eftir af núgildandi samningi sínum við félagið. Segir í frétt Daily Star að Mainoo muni fjórfalda sig í launum eftir að EM lýkur.

Mainoo er í stóra enska landsliðshópnum fyrir EM. Enska liðið heldur til Þýskalands eftir komandi vináttuleiki en liðið mætir m.a. Íslandi í undirbúningi sínum fyrir mótið. Gareth Southgate þarf að skera hópinn niður þegar nær dregur EM en búist er við þvi að Mainoo verði í lokahópnum.

Mainoo mun fá um 80 þúsund pund í vikulaun. Hann er búinn að ná samkomulagi við félagið um nýjan samning en skrifar ekki undir fyrr en eftir EM.

Mainoo átti virkilega gott tímabil með United, stimplaði sig inn í byrjunarliðið og varð fljótt lykilmaður í liðinu. Hann skoraði seinna mark liðsins gegn Manchester CIty í úrslitaleik bikarsins um síðustu helgi.
Enski boltinn - Úrslitaleikurinn og tímabil Man Utd
Athugasemdir
banner
banner