Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
banner
   fös 31. maí 2024 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Stór skellur í fyrsta leik Jóa Kalla
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson stýrði AB Kaupmannahöfn í fyrsta sinn í kvöld en ekki byrjar það vel hjá Skagamanninum. AB tapaði 6-0 fyrir toppliði Esbjerg.

Á dögunum var Jóhannes Karl ráðinn þjálfari AB en hann tók ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudag.

Hann stýrði því liðinu í fyrsta sinn í kvöld og var Ágúst Eðvald Hlynsson í byrjunarliðinu.

Esbjerg leiddi með þremur mörkum í hálfleik og bætti síðan við þremur til viðbótar í þeim síðari.

6-0 tap staðreynd en AB á tvo leiki eftir áður en hópurinn fer í sumarfrí.

Liðið er í neðsta sæti meistarariðilsins með 34 stig.
Athugasemdir
banner
banner