Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 22:05
Brynjar Ingi Erluson
West Ham að ganga frá kaupum á ungum framherja Palmeiras
Mynd: Getty Images
West Ham United er að ganga frá kaupum á Luis Guilherma, framherja Palmeiras í Brasilíu, en þetta segir ítalski fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano á X.

Enska félagið er að vinna hratt á félagaskiptamarkaðnum þessa dagana.

Það hefur náð samkomulagi við Flamengo um kaup á brasiíska miðverðinum Fabricio Bruno og nú er það að fá Luis Guilherme frá meisturum Palmeiras.

Guilherme er 18 ára gamall framherji sem hefur þrátt fyrir ugan aldur spilað 44 leiki fyrir Palmeiras.

West Ham er að ganga frá samkomulagi við Palmeiras um kaup á honum en kaupverðið er um 25 milljónir punda.

Fabrizio Romano segir á X að viðræður séu á lokastigi og að það styttist í frasann fræga: „Here we go!“ .


Athugasemdir
banner
banner