Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
banner
þriðjudagur 1. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
miðvikudagur 2. apríl
Championship
Derby County - Preston NE - 18:45
Úrvalsdeildin
Bournemouth - Ipswich Town - 18:45
Brighton - Aston Villa - 18:45
Man City - Leicester - 18:45
Newcastle - Brentford - 18:45
Southampton - Crystal Palace - 18:45
Liverpool - Everton - 19:00
Bikarkeppni
Stuttgart - RB Leipzig - 18:45
WORLD: International Friendlies
Hungary U-18 - Montenegro U-18 - 14:00
Bikarkeppni
Milan - Inter - 19:00
Bikarkeppni
Atletico Madrid - Barcelona - 19:30
þri 16.apr 2019 14:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 6. sæti: ÍA

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að ÍA endi í 6. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. ÍA endar í 6. sæti ef spáin rætist.

Mynd/Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd/Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Ingunn Hallgrímsdóttir
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ÍA 69 stig
7. KA 65 stig
8. Fylkir 45 stig
9. Grindavík 35 stig
10. ÍBV 34 stig
11. Víkingur R. 25 stig
12. HK 12 stig

Um liðið: ÍA er nýliði í Pepsi Max-deildinni eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Inkasso-deildinni í fyrra. Liðið heldur nánast sama liði og vann Inkasso-deildina auk þess sem liðið hefur bætt við sig spennandi leikmönnum. Undirbúningstímabilið hjá ÍA hefur hrifið marga knattspyrnuunnendur og því verður spennandi að sjá hvernig liðið spjarar sig í deild þeirra bestu.

Þjálfari - Jóhannes Karl Guðjónsson: Jóhannes Karl stýrði ÍA upp í Pepsi Max deildina með því að vinna Inkasso-deildina á sínu fyrsta ári. Jói Kalli er uppalinn Skagamaður og hann hefur gert frábæra hluti á Skaganum bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann þjálfaði HK í Inkasso-deildinni áður en hann tók við ÍA. Einn mest spennandi þjálfari landsins í dag.

Styrkleikar: Skagamenn koma inn í deildina með mikið sjálfstraust eftir gott tímabil í Inkasso-deildinni í fyrra og frábært undirbúningstímabil. Bæði það að eiga gott tímabil í Inkasso og frábært undirbúningstímabil gefur þeim þó ekkert þegar í Pepsi Max-deildina er komið. Liðið hefur mikla breidd í sóknarleiknum og mikill hraði er í liðinu. Þeir eru að fá mörk frá mörgum einstaklingum.

Veikleikar: Reynsluleysið gæti sagt til sín þegar á móti blæs og svo er spurning hvernig frammistaða liðsins verður í mótlæti. Liðið er frekar ungt og margir leikmannana hafa litla reynslu í efstu deild. Væntingarnar á liðinu eru ótrúlega miklar miðað við nýliða og á Akranesi er alltaf krafa á árangur. Það verður krefjandi fyrir liðið að halda sama flugi inn í alvöruna.

Lykilmenn: Árni Snær Ólafsson og Arnar Már Guðjónsson. Báðir uppaldir Skagamenn með mikla reynslu, þá sérstaklega Arnar Már. Hann þarf sennilega að bera liðið á herðum sér í gegnum erfiða hjalla á tímabilinu.

Gaman að fylgjast með: Viktor Jónsson. Hefur raðað inn mörkum í Inkasso-deildinni síðustu ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 22 mörk fyrir Þrótt en nú er komið að því að skora mörk í efstu deild. Hefur skorað 54 mörk í Inkasso-deildinni á þremur tímabilum. Skoraði hinsvegar aðeins eitt mark í 18 leikjum við Víkingum sumarið 2017 í Pepsi-deildinni.

Spurningamerkið: Nær ÍA að halda dampi þegar inn í tímabilið er komið eftir frábært undirbúningstímabil? Reynsluleysi í efstu deild getur spilað þar inn í.

Völlurinn: Einn flottasti heimavöllur landsins. Góð stúka er við völlinn þó grasbrekkan sé þó töluvert vinsælli áhorfendastaður. Þegar líður á sumarið er völlurinn yfirleitt sá besti á Íslandi.

Þjálfarinn segir - Jóhannes Karl Guðjónsson
„Þetta er í rauninni nokkuð góð spá fyrir okkur. Við erum að koma upp sem nýliðar og miðað við það þá er þetta fín spá og menn hafa greinilega trú á því að við verðum í efri hluta baráttunni og það er klárlega það sem við ætlum okkur að gera. Markmiðið er að vera berjast í efri hluta deildarinnar. Það eiga allir að setja sér markmið og stefna að því og hjá okkur er það þannig að við viljum vera lið sem stabílerar sig í efstu deild. Það má samt alveg búast við einhverjum óstöðugleika á fyrsta ári í efstu deild en við höfum klárlega trú á því að þetta sé möguleiki."

Komnir:
Gonzalo Zamorano Leon frá Víkingi Ó.
Jón Gísli Eyland Sveinsson frá Tindastóli
Marchus Johansson frá Silkeborg
Óttar Bjarni Guðmundsson frá Stjörnunni
Tryggvi Hrafn Haraldsson frá Halmstad
Viktor Jónsson frá Þrótti R.

Farnir:
Garðar Bergmann Gunnlaugsson í Val
Vincent Weijl
Ragnar Leósson í Kára

Fyrstu fimm leikir ÍA:
27. apríl ÍA - KA
5. maí Fylkir - ÍA
11. maí Valur - ÍA
15. maí ÍA - FH
19. maí Breiðablik - ÍA

Sjá einnig:
Hin hliðin - Albert Hafsteinsson
Niðurtalningin: ÍA - Viktor Jóns og Hörður Ingi

Leikmenn ÍA sumarið 2019:
1 Páll Gísli Jónsson
2 Hörður Ingi Gunnarsson
3 Óttar Bjarni Guðmundsson
4 Arnór Snær Guðmundsson
5 Einar Logi Einarsson
6 Albert Hafsteinsson
7 Þórður Þorsteinn Þórðarson
8 Hallur Flosason
9 Viktor Jónsson
10 Tryggvi Hrafn Haraldsson
11 Arnar Már Guðjónsson
12 Árni Snær Ólafsson
14 Ólafur Valur Valdimarsson
17 Gonzalo Zamorano Leon
18 Stefán Teitur Þórðarson
19 Bjarki Steinn Bjarkason
22 Steinar Þorsteinsson
23 Jón Gísli Eyland Gíslason
24 Hákon Arnar Haraldsson
25 Sigurður Hrannar Þorsteinsson
30 Aron Bjarki Kristjánsson
93 Lars Marcus Johansson
Athugasemdir
banner