Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Algjör óvissa hjá Everton eftir að fresturinn rann út
Farhad Moshiri gengur illa að selja Everton.
Farhad Moshiri gengur illa að selja Everton.
Mynd: EPA
Nýr heimavöllur Everton í byggingu.
Nýr heimavöllur Everton í byggingu.
Mynd: Getty Images
Everton segir að allir möguleikar á framtíðareignarhaldi félagsins verði skoðaðir eftir að frestur sem bandaríska fjárfestingafyrirtækið 777 Partners fékk til að ganga frá kaupum rann út í morgun.

Í september á síðasta ári samþykkti 777 að kaupa 94% hlut Farhad Moshiri í félaginu en síðan komu upp efasemdir um að fyrirtækið gæti staðið við skuldbindingar sínar. Illa gekk að uppfylla skilyrði ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrirtækið fékk frest þar til í morgun til að ganga frá kaupsamningi en það var ekki gert.

Everton segist í yfirlýsingu halda áfram að starfa með hefðbundnum hætti á meðan eignarhaldsmöguleikar séu skoðaðir.

Everton segja að þeir muni „halda áfram að starfa eins og venjulega“ þegar þeir skoða eignarhaldsmöguleika sína.

Moshiri hefur verið eigandi Everton 2016 en hefur verið óvinsæll hjá stuðningsmönnum síðustu ár, félaginu hefur gengið illa innan sem utan vallar.

Everton stóðst ekki reglur um hagnað og sjálfbærni og átta stig voru dregin af liðinu á síðasta tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner