Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Bellingham: Besta kvöld lífs míns
Jude Bellingham er Evrópumeistari
Jude Bellingham er Evrópumeistari
Mynd: Getty Images
Jude Bellingham varð Evrópumeistari í fyrsta sinn á ferlinum er Real Madrid vann Borussia Dortmund, 2-0, á Wembley í Lundúnum í kvöld.

Bellingham hefur slegið í gegn á fyrsta tímabili sínu með Madrídingum.

Hann var markahæsti maður liðsins er liðið vann La Liga og átti þá stoðsendingu í öðru marki liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld.

„Mig hefur alltaf dreymt um að spila þessa leiki. Maður fer í gegnum lífið og það eru svo margir sem segja við þig að þú getir ekki gert einhverja hluti. Tilfinningalega var ég góður en svo sá ég andlitin á mömmu og pabba. Litli bróðir minn er hérna og ég er að reyna vera fyrirmynd fyrir hann. Ég bara get ekki fundið orðin til að lýsa þessu. Besta kvöld lífs míns,“ sagði Bellingham.
Athugasemdir
banner