Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   lau 01. júní 2024 12:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maupay: Fótboltinn kemur aldrei heim
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Franski framherjinn Neal Maupay hefur verið þekktur fyrir að fara í taugarnar á öðrum leikmönnum deildarinnar. James Maddison leikmaður Tottenham var hraunaði yfir hann fyrir að nota fagn sem Maddison er þekktur fyrir þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins í 3-2 sigri Tottenham gegn Brentford á síðustu leiktíð.


Síðar á leiktíðinni lenti hann í riflildi við pílukastarann Luke Littler á X.

Nú hefur hann líklega fengið ensku þjóðina í heild sinni á móti sér. Enska landsliðið hefur ekki unnið stórmót síðan liðið vann HM árið 1966 en liðið hefur þó verið nálægt því undanfarin ár.

England komst í úrslit á síðasta Evrópumóti þar sem liðið tapaði eftir vítaspyrnukeppni gegn heimamönnum frá Ítalíu. Á síðasta HM tapaði liðið gegn Frökkum í átta liða úrslitum.

„England hefur verið með slagorðið 'Hann er á leiðinni heim'  (e. It's coming home) í mörg ár og ég hef sagt þeim að hann mun aldrei gera það. Við fíflumst í hvor öðrum. Það væri gaman að fá England á móti Frakklandi í úrslitum. Ég mun fagna þegar Frakkland vinnur," sagði Maupay í viðtali við L'Equipe.


Athugasemdir
banner
banner