Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 01. febrúar 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Maddison baunaði á Maupay - „Ekki skorað nógu mörg mörk til að gera eigið fagn“
Neil Maupay tekur fagnið hans Maddison
Neil Maupay tekur fagnið hans Maddison
Mynd: Getty Images
James Maddison, leikmaður Tottenham Hotspur, skaut föstum skotum á Neil Maupay, leikmann Brentford, í leik liðanna í gær.

Maupay kom Brentford í 1-0 gegn Tottenham og fagnaði að hætti Maddison.

Englendingurinn var ekkert sérstaklega ánægður með fagnið hjá Maupay og baunaði á hann í leiknum.

„Ég sagði bara við hann að væri ekki búinn að skora nægilega mörg mörk síðustu ár til að vera með sitt eigið fagn, þannig hann stal mínu. Stutt saga, en þetta endaði vel fyrir okkur,“ sagði Maddison eftir leikinn.

Allt fór niður á við hjá Brentford í síðari hálfleiknum. Tottenham skoraði þrjú á átta mínútum og vann leikinn 3-2.

Maupay svaraði Maddison með því að birta mynd af fagninu á Instagram, en undir myndina skrifaði hann: „Kom svolítið snemma með þetta. Vonsvikinn að hafa ekki náð í sigurinn, en með fleiri mörk og fallið sjaldnar en James Maddison á ferlinum. Við keyrum aftur á þetta á mánudag.“
Athugasemdir
banner
banner
banner